Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar nálgast Inkasso – Hogg með tvö mörk í öruggum sigri á Vestra

Njarðvík vann öruggan 3-1 sigur á Vestra, þegar liðin mættust á Njarðtaksvellinum, í 2. deildinni í dag. Njarðvíkingar nálgast því sæti í Inkasso-deildinni að ári.

Njarðvíkingar voru komnir í 2-0 eftir um 15. mínútna leik, en það var Kenneth Hogg sem skoraði bæði mörkin.

Birkir Freyr Sigurðsson kom Njarðvík í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks, en stuttu síðar minnkaði Vestri muninn og þar við sat.

Njarðvík heldur því efsta sæti deildarinnar með 41 stig eftir 19 leiki.