Nýjast á Local Suðurnes

Flugstöðin rýmd vegna falskra Fabergé-eggja

Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rýmd á fimmta tímanum í dag og sérsveit ríkislögreglustjóra ásamt sprengjusveit Landhelgisgæslu kölluð út eftir að grunsamlegur hlutur fannst í farangri.

Engin hætta reyndist vera á ferðum en við nánari skoðun reyndist um eftirlíkingar af svokölluðum Fabergé-eggjum að ræða. Aðgerðir þær sem farið var í á flugvellinum teljast til staðlaðs verklags þegar svona mál koma upp og lauk á örskömmum tíma.