Ragnheiður Sara nálgast milljón fylgjendur á Instagram – Einn vinsælasti Íslendingurinn
Crossfit-drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er næst vinsælasti Íslendingurinn á Instagram, en íþróttakonan vinsæla hefur rúmlega 918 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Önnur crossfitkona, Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur flesta fylgjendur allra Íslendinga á miðlinum, en henni fylgja um milljón manns.
Þetta kemur fram í úttekt Nútímans á vinsælusta fólkinu á samfélagsmiðlinum, en þar kemur einnig fram að Sara skákar þekktum stjörnum á borð við Gylfa Sigurðsson, knattspyrnumanni, Gunnari Nelson, bardagakappa og söngkonunni Björk.