Nýjast á Local Suðurnes

Lykilmenn framlengja hjá Njarðvík

Tveir af lykilmönnum Njarðvíkinga í knattspyrnu, þeir Brynjar Freyr Garðarsson og Davíð Guðlaugsson hafa framlengt samningum sínum við félagið.

Báðir hafa verið lykilmenn í meistaraflokki undanfarin ár og fengur fyrir Njarðvíkinga að halda þeim áfram. Brynjar Freyr hefur leikið 70 leiki í deild og bikar með Njarðvík en Davíð á að baki 53 leiki með Njarðvík í deild og bikar.