Nýjast á Local Suðurnes

Andri Fannar genginn til liðs við Njarðvík

Andri Fannar Freysson gengur á ný til liðs við Njarðvik en hann skrifaði undir samning núna í kvöld. Andra Fannar þarf ekki að kynna fyrir Njarðvikingum en hann lék með Haukum sl. sumar en sumarið 2014 var hann lánsmaður hjá Njarðvík frá Keflvíkingum. Andri Fannar á að baki 70 leiki og hefur gert 27 mörk í deild og bikar fyrir Njarðvik.

Það fer að styttast í annan endan á haustfríi meistaraflokks en æfingar byrja seinnipartinn í næstu viku. Áfram verður unnið í því að styrkja liðið fyrir næsta sumar, segir á Facebook-síðu Njarðvíkinga.