Nýjast á Local Suðurnes

Fyrrum leikmenn Keflavíkur selja upplýsingar á veðmálasíðu – “Aðeins gert til að græða peninga”

Tveir fyrrum leikmenn Keflavíkur í körfuknattleik, Sveinbjörn Skúlason og Ólafur Geir Jónsson, hjálpa áhugamönnum um körfuknattleik að græða peninga á leikjum Dominos-deildarinnar. Það gera þeir með því að safna upplýsingum frá leikmönnum liðanna í deildinni og láta þær af hendi gegn greiðslu.

Þetta kom fram í nýjasta þætti hlaðvarps körfuboltavefsíðunnar karfan.is, sem kom út í gær. Þeir félagar halda starfseminni úti á síðu inn á Tipster Tube sem heitir B-Ball Bets þar sem þeir gefa upplýsingar um leikmannahópa liðanna í deildinni sem gætu gagnast þeim sem eru að veðja. Tipster Tube virkar þannig að þeir sem stunda veðmál geta skráð sig í hópa, gegn greiðsu, en í hópunum er safnað saman upplýsingum um leiki í flestum íþróttagreinum.

Sveinbjörn sagðist í Hlavarpsviðtalinu, ekki afhenda upplýsingarnar sem hann nálgast með þessum hætti til annara liða, enda sé þetta aðeins gert til að græða peninga – Þeir félagar bjóða upp á nokkra möguleika, eða pakka í þessum viðskiptum sínum, en hægt er að kaupa einn mánuð fyrir 25 evrur eða, þrír mánuðir kosta 50 evrur og allt tímabilið kostar 100 evrur.

„Ég hef aldrei sótt upplýsingar og lekið því í hitt liðið. Það er regla sem við settum okkur strax. Við erum ekki að fara að hjálpa neinum. Ef við fáum einhverjar upplýsingar er það til að við græðum smá peninga og þeir sem borga okkur græði líka,“ segir Sveinbjörn