Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglumenn í kjarabaráttu stöðva ökumenn sem aldrei fyrr

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögreglumenn á Suðurnesjum halda umferðarátaki sínu áfram og stöðva ökumenn til að kanna ástand þeirra og réttindi. Lögreglumenn standa sem kunnugt er í kjarabaráttu um þessar mundir en virðast ekkert láta það á sig fá og hafa á þremur dögum kannað ástand og réttindi um 500 ökumanna á Reykjanesbraut og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Í kvöld voru 250 bifreiðar stöðvaðar við Flugstöð Leifs-Eiríkssonar. kannað var sérstaklega með ástand og réttindi ökumanna.Enn og aftur eru allir með sitt á hreinu, engin kærður en einn fékk þó tiltal vegna þess að ökutæki hans var “eineygt” en ökumaðurinn ætlaði að fara á næstu bensínstöð og kippa þessu í liðinn.

Einn ökumaður látinn blása og reyndist hann í lagi, en farþegi í bifreiðinni hafði hins vegar fengið sér í tána.

Enn og aftur getum við ekki annað en hrósað ökumönnum sem leið eiga um umdæmið okkar. Eigið gott kvöld gott fólk og farið varlega í umferðinni, segja lögreglumenn í Facebook færslu um átakið.