Nýjast á Local Suðurnes

Sundlaugum lokað klukkan 16 í dag – Grindavíkurlaug verður opin

Sundlaugum á Suðurnesjum verður lokað klukkan 16 í dag þar sem lokað verður fyrir heita vatnið á Suðurnesjum, vegna viðgerðar á stofnlögn. Sundlaugin í Grindavík verður þó opin þar sem ekki verður lokað fyrir vatnið þar.

Þá falla níður æfingar í Íþróttahúsinu í Njarðvík frá klukkan 16 vegna viðgerðarinnar.

Hægt er að fylgjast með framvindu mála á heimasíðu fyrirtækisins auk þess sem tilkynningar verða birtar á Facebook-síðu HS-Veitna.

Eftirfarandi staðir verða heitavatnslausir.
Reykjanesbær
Garður
Sandgerði
Sveitarfélagið Vogar
Flugstöðvarsvæði