Nýjast á Local Suðurnes

Valdimar og Jón Ólafsson flytja uppáhaldslögin í Hljómahöll

Valdimar Guðmundsson mun koma fram í Hljómahöll annað kvöld ásamt Jóni Ólafssyni. Á örfáum árum hefur Keflvíski söngvarinn orðið einn albesti söngvari þjóðarinnar. Það virðist ekki skipta máli á hverju hann spreytir sig; allt verður að gulli.

Fjölbreyttur ferill þessa unga flytjanda verður í brennidepli þegar hann heimsækir Jón Ólafsson og saman flytja þeir uppáhaldslög Valdimars, hans eigið efni og ræða lífið og tilveruna. Af nógu er að taka.

Þeim til aðstoðar verða þeir Andri Ólafsson og Ásgeir Aðalsteinsson.