Nýjast á Local Suðurnes

Megatalent frá Reykjanesbæ í Jólastjörnunni 2016 – Myndband!

Perla Sóley Arinbjörnsdóttir, 16 ára nemi við Fjölbrautarskóla Suðurnesja, gerði sér lítið fyrir og heillaði dómarana í Jólastjörnunni 2016 upp úr skónum með frábærri framistöðu í þættinum sem sýndur var á Stöð 2 á dögunum.

Til að taka þátt þurftu þátttakendur senda myndband af sér að syngja á skráningarsíðu Jólastjörnunnar á Vísi. Þátttakendur sungu lag að eigin vali, með sínu nefi og sendu inn hlekk á myndbandsupptöku, og var Perla Sóley valin til þátttöku á grundvelli myndbandsins sem sjá má hér fyrir neðan.

Hún söng síðan tvö lög fyrir dómnefndina sem skipuð er þeim Björgvini Halldórssyni, Gissuri Páli og Jóhönnu Guðrúnu. Jóhanna Guðrún var yfir sig hrifin af söng Perlu Sóleyjar og hafði á orði að hér væri á ferðinni sannkallaður megatalent.