Nýjast á Local Suðurnes

Boða til íbúafundar vegna breytinga á leiðakerfi strætó

Reykjanesbær hefur boðað til íbúafundar vegna breytinga á leiðakerfi strætó sem tekur gildi þann 6. janúar næstkomandi, en nokkur óánægja er með breytingarnar hjá íbúum í efri hverfum Innri-Njarðvíkur sem telja að breytingarnar verði til þess að þjónustan skreðist.

Boðað er til fundarins í kjölfar umræðu á Facebook-síðu íbúa hverfisins, sem Suðurnes.net greindi frá. Fundurinn verður haldinn í Akurskóla næstkomandi laugardag, 4. janúar klukkan 11:00. Þar verða breytingarnar kynntar og málin rædd.