Nýjast á Local Suðurnes

Höfnuðu beiðni um fjölgun íbúða – Vildu hafa færri bílastæði en íbúðir

Ástríkur ehf. óskaði eftir breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir 6 íbúðum í þremur tvíbýlishúsum við Bjarkardal í Innri-Njarðvík Þannig að í stað tvíbýlishúsa kæmu fjölbýli með 6 íbúðum og íbúðum yrði fjölgað í 18. Gert verði ráð fyrir 12 bílastæðum, eða sex færri en þær íbúðir sem til stóð að byggja.

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs þann 10. október 2017 var samþykkt að senda í grenndarkynningu deiliskipulagsbreytingu þar sem tvíbýlishúsum var breytt í fjögurra íbúða fjölbýlishús svo íbúðum fjölgaði úr 6 í 12.

Umhverfis- og skipulagsráð hafnar svo mikilli fjölgun íbúða og bílastæðahlutfall sem er innan við eitt stæði á íbúð er óásættanlegt. Þar sem meira en ár er liðið síðan heimild var síðast veitt fyrir grenndarkynningu er sú heimild felld úr gildi.