Nýjast á Local Suðurnes

Kynning – Gróðurmoldin afgreidd beint af krana

Frábært veður undanfarna daga hefur hleypt lífi í grænar hendur Suðurnesjafólks svo um munar. Allsstaðar má sjá duglega íbúa gera garða sína klára fyrir sumarið af miklum krafti.

Eitt af því sem mikið er spurt um á samfélagsmiðlum á þessum árstíma er hvar góða gróðurmold er að finna, en rétt blönduð og næringarrík mold er afar nauðsynlegt verkfæri eigi gróður að dafna.

Við leitum svara við spurningum sem þessum, lesendum okkar til heilla og fljótlega kom nafn Hauks Guðmundssonar til tals, en sá hefur undanfarin ár afhent gæða mold í sekkjum, beint af kranabíl inn í garða fólks. Einfaldara gerist það varla.

Í stuttu spjalli við blaðamann sagðist Haukur eitthvað vera að gera rétt því margir leituðu til hans aftur og aftur. Þá sagðist kappinn ekki vera sá tæknivæddasti í heimi og því væri einfaldast að nálgast hann með símtali. Númerið er 772 0030.