Nýjast á Local Suðurnes

Heimildarmynd HS Orku – Borverkefnið IDDP-2 útskýrt á mannamáli

Mynd: HS Orka

HS Orka, í samstarfi við Storm Productions hefur gefið út heimildarmynd um borverkefni fyrirtækisins á Reykjanesi, en þar var boruð dýpsta borhola, sem boruð hefur verið hér á landi til þessa, 4650 metrar. Í myndinni er rætt við fjölda sérfræðinga sem komu að verkefninu og útskýrt á einfaldan hátt hvernig verkefni af þessari stærðargráðu er framkvæmt og í hvaða tilgangi.

Borun holunnar var lokið snemma á þessu ári, en um miðjan ágúst var lokið við þær rannsóknir sem gera þurfti í kjölfarið og kemur meðal annars fram í myndinni að öllum markmiðum hafi verið náð, meðal annars hvað varðar hitastig og þrýsting.