Nýjast á Local Suðurnes

Segir HS Orku ganga hart fram gegn Tómasi og Ólafi Má vegna Hvalárvirkjunar

Blaðamaðurinn Reynir Traustason segir hagsmunaaðila, sem drifnir eru áfram af HS Orku, ganga hart fram gegn skurðlækninum Tómasi Guðbjartssyni og augnlækninum Ólafi Má Björnssyni, en þeir Tómas og Ólafur hafa undanfarið barist hart gegn fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum fyrirtækisins í Ófeigsfirði á Vestfjörðum.

Reynir segir í pistli á Fésbókarsíðu sinni að sendiboðar séu gerðir út af örkinni, meðal annars á vegum HS Orku, til að níða skóinn af Tómasi og Ólafi Má.

“…Og menn skyldu átta sig á því að margir þeirra sem harðast ganga fram gegn Tómasi og félögum hans eru hagsmunaaðilar, drifnir áfram af HS-Orku sem á nánast allt undir til að virkjunin í Ófeigsfirði verði að veruleika. Þar eru sumpart á ferð úlfar í sauðagærum.” Segir meðal annars í pistli Reynis sem finna má í heild sinni hér fyrir neðan.