Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar í jólafríið í fallsæti

Njarðvíkingar munu sitja í næst neðsta sæti Dominos-deildaarinnar yfir hátíðirnar, eftir 88-104 tap gegn Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni í kvöld.

Það var aðeins í fyrsta leikhluta sem jafnræði var með liðunum, þó Þórsarar væru alltaf skrefinu á undan. Staðan í leikhléi var 48-61.

Njarðvíkingar náðu sér svo aldrei almennilega í gang í síðari hálfleik og óhætt að segja að varnarleikur liðsins hafi verið í molum á köflum – 16 stiga sigur Þórsara var síst of stór.

Logi Gunnarsson hélt Njarðvíkingum á floti í fyrri hálfleik og hann var stigahæstur þeirra þegar upp stóð, skoraði 25 stig. Jeremy Atkinson kom næstur með 21 stig.