Nýjast á Local Suðurnes

Dominos-deildin: Sigur hjá Keflvíkingum – Tap hjá Njarðvíkingum

Það var búist við erfiðum leik fyrir Njarðvíkinga þegar þeir tóku á móti Haukum í Ljónagryfjunni í kvöld, liðið lék án þeirra Hauks Helga og Loga Gunnarssonar sem eru meiddir auk þess sem þjálfari liðsins, Friðrik Ingi Rúnarsson er veikur. Sú varð líka raunin, Njarðvíkingar áttu erfitt uppdráttar nær allan leikinn, en flottur kafli undir lok þriðja leikhluta og firna sterkur varnarleikur liðsins í þeim fjórða gerðu lokamínútur leiksins spennandi. Haukar höfðu þó sex stiga sigur að lokum, 79-85.

Jeremy Martez Atkin­son skoraði 23 stig, tók ​11 frá­köst og átti ​6 stoðsend­ing­ar auk þess sem hann var með ​6 stoln­a bolta, Maciej Stan­islav Bag­inski skoraði 20 stig og Hjört­ur Hrafn Ein­ars­son 14.

Keflvíkingar tryggðu sér heimavallarréttinn með sigri á ÍR-ingum í kvöld. Það var fyrst og fremst góður síðari hálfleikur sem tryggði Keflvíkingum 20 stiga sigur, en þeir komu ákveðnir til leiks í upphafi seinni hálfleiks og náðu þeir tuttugu stiga forskoti strax sem þeir létu aldrei af hendi. Lokatölur 100-80.

Bestir hjá heimamönnum voru þeir Magnús Már Traustason með 19 stig og 7 fráköst. Jerome Hill sskoraði 17 stig og tók átta fráköst.

Njarðvík end­ar í 7. sæti deild­ar­inn­ar og mun því mæta annað hvort Stjörn­unni eða Kefla­vík í fyrstu umferð úr­slita­keppn­innar, en Keflavík og Stjarnan leika úrslitaleik um annað sæti deildarinnar í loka umferðinni.