Nýjast á Local Suðurnes

Samherji vill eignir Norðuráls í Helguvík

Gengið hefur verið frá viljayfirlýsingu um að Samherji kaupi eignir Norðuráls í Helguvík að því er fullyrt í Fréttablaðinu í dag.

Samherji mun hafa áhuga á að reisa laxeldi á landi á svæðinu. Félagið kannar nú hvort hægt sé að nýta þær byggingar sem Norðurál reisti undir slíka starfsemi og er talið að niðurstaða verði komin í þá athugun fyrir árslok.