Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjaþingmenn fá mest endurgreitt fyrir akstur

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi ekur  mest allra þingmanna miðað við þann aksturskostnað sem Alþingi greiðir þingmönnum. Alls keyrði Ásmundur bílaleigubíla, og tók eldsneyti fyrir um 3,8 milljónir króna á árinu 2019.

Kjarninn greinir frá þessu en í úttekt miðilsins kemur fram að næstir Ásmundi í akstursgreiðslum séu þingmennirnir Birgir Þórarinsson, þingflokkur Miðflokksins, sem keyrði fyrir 2,6 milljónir króna í fyrra, og samflokksmaður Ásmundar, Vilhjálmur Árnason, sem keyrði fyrir 2,5 milljónir króna í fyrra. Báðir eru þeir búsettir á Suðurnesjum.

Í umfjöllun Kjarnans kemur einnig fram að frá því Ásmundur settist á þing hefur hann fengið tæpar 30 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturs.