Nýjast á Local Suðurnes

Startup Tourism – Umsóknarfrestur rennur út 6. janúar

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall þar sem allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu fá tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn sérfræðinga. Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2016 en hraðallinn hefst 1. febrúar 2016 og fer fram í Reykjavík. Hægt er að taka þátt mð því að smella hér.

Ef þú ert með Viðskiptahugmynd eða nýtt fyrirtæki á sviði ferðaþjónustu og þarfnast aðstoðar við að koma því á næsta stig þá er viðskiptahraðallinn eitthvað fyrir þig.

Startup Tourism er samstarfsverkefni Isavia, Íslandsbanka, Bláa Lónsins og Vodafone, sem fjármagna verkefnið, Klak Innovit sem sér um framkvæmd verkefnisins og Íslenska ferðaklasans.