Nýjast á Local Suðurnes

Óánægja með auglýsingu Joe and the juice á Keflavíkurflugvelli

Auglýsing kafihússins Joe and the juice í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur vakið töluverða athygli og nokkuð hörð viðbrögð Suðurnesjamanna á samfélagsmiðlunum, en í auglýsingunni er gefið í skyn að enga þjónustu sé að finna fyrir ferðamenn frá flugstöðinni til Reykjavíkur og er fólk hvatt til að versla sér hressingu áður en haldið er af stað úr flugstöðinni.

Joe and the juice rekur fjögur kaffihús hér á landi, þar af eitt í flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem var opnað fyrir rétt um ári síðan eftir umdeilt útboð Isavia á verslunarrekstri í flugstöðinni.