Nýjast á Local Suðurnes

Ber brjóst leyfð í sundlaugum Reykjanesbæjar – Bannað í Bláa lóninu

Kvenfólki er ekki bannað að vera berbrjósta í sundlaugum Reykjanesbæjar, en talsverð umræða spratt upp á samfélagsmiðlum um helgina eftir að Nútíminn greindi frá því að konu hafi verið vísað úr sundlaug á Akranesi vegna þess að hún var ber að ofan.

Hafsteinn Ingibergsson, forstöðumaður íþróttmannvirkja Reykjanesbæjar segir að upp hafi komið atvik síðastliðið sumar þar sem reyndi á reglur vegna þessa og kjölfarið hafi verið tekin ákvörðun um að leyfa konum að vera berar að ofan í laugunum.

“Síðastliðið sumar mætti kvenmaður, berbrjósta, í laugina hjá okkur og var henni góðfúslega bent á að þetta væri bannað,” segir Hafsteinn. “Viðkomandi benti þá starfsmönnum á að þessar reglur væru hvergi sjáanlegar á veggjum sundlaugarinnar og var henni þá hleypt ofan í, og hefur þetta verið leyft síðan.” Segir Hafsteinn.

Bannað að vera berbrjósta í Bláa lóninu

Berbrjósta kvenfólki er ekki hleypt í Bláa lónið, en að sögn Magneu Guðmundsdóttur, markaðsstjóra Blaá lónsins, er það vegna þess að gestir lónsins koma frá ólíkum menningarheimum.

“Langstærstur hluti gesta okkar koma frá mörgum heimshornum og ólíkum menningarheimum og þess vegna er ekki heimilt að vera berbrjósta í Bláa Lóninu. Því verða gestir okkar að klæðist sundfatnaði allan þann tíma sem þeir eru í og við upplifunarsvæðið.” segir Magnea í svari við fyrirspurn Suðurnes.net.

Er rétt að leyfa kvenmönnum að vera berbrjósta í sundlaugum?

View Results

Loading ... Loading ...