Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitir þakka veittan stuðning – “Ótrúlega magnað batterí”

Björgunarsveitirnar á Suðurnesjum stóðu í ströngu um helgina, en sveitirnar tóku þátt í umfangsmestu leit Íslandssögunnar, þegar leitað var að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum sem tengdust hvarfi hennar.

Um 700 björgunarsveitarmenn af öllu landinu tóku þátt í leitinni og voru nær öll farartæki sveitanna nýtt við leitina, en tvær þyrlur, um 20 fjórhjól og 10 drónar, auk allra bíla sveitanna voru á meðal þeirra tækja sem notuð voru við leitinna. Björgunarsveitir hafa notast við heimasíður sínar og samskiptamiðla til að þakka fyrir veitta aðstoð við þetta stóra verkefni.

“Þetta er það sem við köllum samstöðu í lagi. Slysavarnarfélagið Landsbjörg er ótrúlega magnað batterí. Takk allir!” Segir á heimsíðu Sigurvonar.

Á myndinni hér fyrir neðan, sem birt var á heimasíðu Björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði, má sjá hversu stórt leitarsvæðið var, en myndin sýnir þær talstöðvar sem voru í gangi á meðan á leitinni stóð.

landsbj svæði