Kynna viðbragðsáætlun við einelti í grunnskólum

Viðbragðsáætlun við samskiptavanda eða einelti í grunnskólum er í vinnslu hjá Reykjanesbæ og var kynnt í fræðsluráði á dögunum.
Tilgangurinn með áætluninni er að samræmt verklag fari af stað þegar tilkynningar um grun um samskiptavanda eða einelti berast grunnskólum Reykjanesbæjar, segir í fundargerð ráðsins.
Fræðsluráð fagnar framlagðri viðbragðsáætlun sem nýtist grunnskólum sveitarfélagsins vel til að samræma viðbrögð og úrvinnslu mála, segir jafnframt í fundargerðinni.
