Nýjast á Local Suðurnes

Svona mun breyttur Myllubakkaskóli líta út – Myndir!

Heimilt er að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Myllubakkaskóla, samkvæmt uppdrætti Arkís arkitekta.

Breytingin felst í að núverandi bygging verður uppfærð til nútímakrafna sem gerðar eru til skólahúsnæðis. Afmarkaður er byggingarreitur fyrir enduruppbyggingu núverandi bygginga, viðbygginga og íþróttahúss.

Þá verður byggingarmagn aukið, samkvæmt skipulagi. Hámarksnýtingarhlutfall eftir stækkun verður 0.65 eða um 8.400 m² með A og B rýmum. Skólalóð verður endurhönnuð í takt við breytingar á skólahúsnæði með áherslu á aðgengismál.