Lengd starfsleyfis takmörkuð vegna kvartana
Síld og Fiskur ehf., hefur fengið framlengingu á starfsleyfi fyrir svínabú sitt að Minni-Vatnsleysu í Vogum. Gildistíminn er hins vegar takmarkaður við tvö ár vegna athugasemda íbúa við starfsemina.
Fyrr á árinu tók umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga málið fyrir eftir að kvartanir höfðu borist og voru í kjölfarið gerðar auknar kröfur til mengunarvarnarbúnaðar í endurútgefnu leyfi.