Nýjast á Local Suðurnes

Fyrrverandi sparisjóðsstjóri ákærður fyr­ir umboðssvik

Fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga. Samkvæmt fréttastofu Ríkisútvarpsins nema fjárhæðirnar í ákærunni hundruðum milljóna króna.

Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV nema lánveitingarnar hundruðum milljóna króna. Ákært er fyrir tvö tilvik, hvort tveggja lánveitingar til einkahlutafélaga.

Verjandi sparisjóðsstjórans fyrrverandi segir í samtali við fréttastofu RÚV að hann lýsi sig saklausan af ákærunni. Þá segist hann hafa aðstoðað lögreglu við rannsókn málsins, eins og honum hafi verið unnt, og upplýst allt sem hann hafi getað upplýst. Það séu honum veruleg vonbrigði hve langan tíma rannsóknin tók.