Nýjast á Local Suðurnes

Björguðu erlendum ræðara í leiðindabrælu

Seint í gærkvöldi tókst skipverjum á björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni að ná í erlendan ræðara sem hafði óskað eftir aðstoð fyrr þann dag. Sá var staddur um 90 sjómílur suðvestur af Grindavík í leiðindabrælu en hann ætlaði að róa til Grænlands á sérútbúnum bát sínum. Það var svo ekki fyrr en undir hádegi í dag að Oddur V. Gíslason kom aftur til hafnar í Grindavík með manninn.

Á einni viku hefur því björgunarskipið Oddur V. Gíslason siglt rúmlega 700 sjómílur í tveimur aðskildum verkefnum. Þá hefur áhöfn björgunarskipsins lag til tæplega 300 vinnustundir í verkefnin tvö.