Nýjast á Local Suðurnes

Sá yngsti í sögunni skrifar undir hjá Njarðvík

Freysteinn Ingi Guðnason hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Njarðvíkur. Freysteinn er yngsti leikmaðurinn í sögu liðsins sem hefur leikið fyrir liðið. Hann var einungis fjórtán ára þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í sumar.

Þessi ungi og efnilegi leikmaður lék fjóra leiki í sumar með Njarðvík og þá á hann að baki leiki með U15 ára landsliði Íslands. Hann hefur skorað eitt mark fyrir meistaraflokk Njarðvíkur en það kom í Lengjubikarnum.