Hrópandi blaðamaður á stuttbuxum elti stjörnulögfræðing á röndum
Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason heldur til í Hæstarétti Íslands þessa dagana, en nú fara fram aðalmeðferðir í málum tengdum Guðmundi Spartakus Ólafssyni gegn blaðamönnum sem fjölluðu um mál sem tengjast hvarfi ungs Íslendings í Suður-Ameríku árið 2013. Guðmundur Spartakus taldi meðal annars á sér brotið í umfjöllun Atla Más og Sigmundar Ernis Rúnarssonar.
Lögmaður Guðmundar Spartakusar er Vilhjálmur Vilhjálmsson, en óhætt er að segja að andað hafi köldu á milli Atla Más og Vilhjálms frá því að málið kom upp og greinir Atli frá því á Fésbókar-síðu sinni að lögfræðingurinn eyði töluverðu púðri í að nefna sig á nafn í máli Sigmundar Ernis, sem nú er tekið fyrir.
“Hann horfir pirraður á mig reglulega. Ég hélt að dómurinn væri að fjalla um Sigmund Erni en ekki mig.” Segir Atli Már meðal annars um stjörnulögfræðinginn á Fésbókarsíðu sinni, en færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.