Nýjast á Local Suðurnes

Haukur Helgi besti leikmaðurinn og Sigmundur besti dómarinn

Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, var kosinn besti leikmaður Dominos-deildar karla í körfuknattleik á lokahófi KKÍ sem haldið var í dag. Haukur Helgi, sem einnig var kosinn besti leikmaður Njarðvíkur á dögunum átti stórgott tímabil með Njarðvíkingum, sem féllu úr leik í undanúrslitum eftir æsispennandi einvígi við Íslandsmeistara KR. Helena Sverrisdóttir var kosin best í Dominos-deild kvenna.

Þá var Sigmundur Már Herbertsson valinn besti dómarinn að þessu sinni, en hann hefur verið á ferð og flugi við dómgæsu út um alla Evrópu að undanförnu.