Nýjast á Local Suðurnes

Bryndís býður fram krafta sína í prófkjöri – Stefnir á 4. sætið

Bryndís Einarsdóttir býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún er fædd í Keflavík, uppalin í Njarðvík, er búsett í Garði og gift Daniel Coaten, Lektor í Efnafræði og eiga þau eina dóttur saman.

“Mínar helstu áherslur eru jafnrétti og þjónusta við fólkið í landinu. Ég þrái einlæglega að bæta samfélagið, hag- og menntakerfið, heilbrigðis- og menningarmál og samgöngur. Hlúa enn betur að velferðarsamfélaginu, sjávarútveginum og mannúðarmálunum í landinu öllu, stétt með stétt.” Segir Bryndís á Facebook-síðu sinni.
“Styðja allshugar við eldri borgara, öryrkja og unga fólkið. Það er ótrúlega margt sem að þarf að bæta, sem að betur má fara og sem þarf nauðsynlega að koma til betri leiðar. Ég leita eftir stuðningi til þess að koma málum í verk og framkvæmd, og starfa af heilindum, gegnsæi og sannindum.”

Bryndís hefur mikla reynslu af frumkvöðlastarfi og sem framkvæmdastjóri í forystu stjórnun, hefur þróað og framkvæmt áætlanir fyrir stofnanir, séð um sérstaka viðburði, markaðssetningar, þróunarstarf og kynningar víða um heim. Hún hefur einnig staðið að góðgerðarmálum, verið sölufulltrúi ýmsa fyrirtækja, þegar hún bjó og starfaði einnig sem umsjónaraðili lýðheilsu, sjálfboðaliði við umönnun á Barnaspítala Los Angeles í Kaliforníu, í hlutastarfi fyrir Public Health Foundation og Los Angeles Family Aids Network, í næstum því áratug.

Eins og flestir frabjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins heldur Bryndís úti Facebook-síðu sem má finna hér.