Nýjast á Local Suðurnes

Breyta gönguleið vegna hættu á að fólk lokist inni

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum. Er þetta gert vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun rennur yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni.

Frá þessu er greint á vef Vísis. Þar segir einnig að áfram verði hægt að ganga að gosinu en gönguleiðinni hefur verið breytt vegna þessa.