Nýjast á Local Suðurnes

Bonneau líklega á leið til Danmerkur – Samningslaus í innan við sólarhring

Stefan Bonneau, fyrrverandi leikmaður Njarðvíkur í körfuknattleik mun að öllum líkindum ganga til liðs við Svendborg Rabbits í Danmörku. Þetta kemur fram á vefsíðunni Karfan.is.

Njarðvíkingar vildu sem kunnugt er ekki framlengja samning sinn við Bonneau af tveimur ástæðum; þeim vantaði nauðsynlega hærri leikmann auk þess sem þeir töldu launakröfur leikmannsins óraunhæfar og rann samningurinn því út í gær.

Karfan.is hefur þó ekki fengið félagaskiptin staðfest, en ef rétt reynist var kappinn án samnings í innan við sólarhring.