Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík og Víðir áfram í Mjólkurbikarnum

Njarðvíkingar og Víðismenn verða í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslit Mjólkurbikarsins í knattspyrnu á mánudag.

Njarðvík lagði Kórdrengi að velli 2-0 á meðan Víðir lagði granna sína í Þrótti Vogum með tveimur mörkum gegn einu. Lið Keflavíkur og Grindavíkur verða einnig í pottinum, þar sem Pepsí-deildarliðin mæta til leiks í 32-liða úrslitum keppninnar.