Nýjast á Local Suðurnes

Erasmusnemar í þjálfun á Vitanum í Sandgerði

Stúdentar frá Röros í Noregi og frá Hótel og veitingaskólanum í Prag tóku þátt í Erasmus K1 verkefni hér á landi á dögunum. Þáttur í verkefninu var  starfsnám á veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði.

Erasmusverkefnin eru á vegum Evrópusambandsins og spanna allt frá verkefnum í leikskólum upp í háskóla. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendurna á Vitanum og er ekki annað að sjá en þeim líki vistin vel.