Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már talinn munu skara fram úr á komandi tímabili í háskólaboltanum

Elvar Már Friðriksson

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson er í miklum metum hjá fjölmiðlum, sem fjalla um háskólaboltann vestanhafs, en miðlarnir Sporting News og The DII Bulletin hafa valið þá leikmenn sem þeir telja að muni skara fram úr á tímabilinu sem hefst um miðjan nóvember.

Elvar Már var valinn á lista hjá báðum miðlum í flokki svokallaðra Honorable mention All-American, en hann var eini leikmaðurinn frá Barry háskólanum sem komst á lista að þessu sinni.

Elvar Már átti frábært tímabil í háskólaboltanum á síðasta ári og setti met í fjölda stoðsendinga, en hann var með 267 slíkar á síðasta ári, auk þess að skora að meðaltali 10,8 stig í leik fyrir lið sitt.

Þá er Elvar Már í miklum metum hjá þjálfara liðsins, Butch Estes, sem sagðist í samtali við heimasíðu Barry háskola, telja að Elvar væri mun betri leikmaður í ár en í fyrra.