Nýjast á Local Suðurnes

Öruggt hjá Keflavík gegn Fjölni

Það vantaði ekkert Malt í Keflvíkinga þegar liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Maltbikarsins í körfuknattleik í kvöld með 85-76 sigri  á 1. deildarliði Fjölnis.

Munurinn á liðunum var mun meiri en lokatölurnar gefa til kynna en Keflvíkingar náðu undirtökum í leiknum strax í fyrsta leikhluta, voru yfir all­an leik­inn og leyfðu byrjunarliðinu aðeins að slaka á undir lokin og komu 33 af 85 stigum liðsins af bekknum.

Magnús Már Trausta­son skoraði 21 stig fyrir Keflvíkinga í TM-Höllinni, Ca­meron Forte kom næstur með 16 stig, en hann tók einnig ​16 frá­köst, þá skoraði Ragn­ar Örn Braga­son 10 stig og aðrir minna.