Tap hjá Keflavík en sigur hjá Njarðvík

Tindastóll lagði Keflavík í toppslag 6. umferðar Dominos-deildar karla í körfuknattleik, en lokatölur urðu 97-88. Tindastóll hafði undirtökin allan leikinn, en Keflvíkingar náðu aðeins að sýna klæranr undir lokin, sem dugði þó ekki til.
Reggie Dupree skoraði 19 stig , Ágúst Orrason 15, Magnús Már Traustason 13, Cameron Forte 12 og tók 11 fráköst að auki.
Njarðvíkingar lögðu Þórsara að velli í Dóminos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Leikið var á Akureyri og urðu lokatölur 85-92.
Terrell Vinson var stigahæstur Njarðvíkinga með 2 stig, Logi Gunnarsson skoraði 22, Maciek Baginski 15, Oddur Rúnar Kristjánsson 12.