Reykjanesbær gerir ráð fyrir 12% framlegð árið 2017
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu að fjárhagsramma fyrir árið 2017, þar er gert ráð fyrir 12% framlegð.
Framlegð ársins 2015 var 9,46% samkvæmt ársreikningi og var mun betri en gert var ráð fyrir. Árið 2015 skilaði bæjarsjóður jákvæðu veltufé frá rekstri fyrir afskriftir og fjármagnliði um 1.042,3 milljónir króna.