Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar semja við leikmann frá Króatíu

Njarðvíkingar hafa samið við Króa­tíska knatt­spyrnumanninn Luka Jagacic um að taka slaginn með liðinu í Inkasso-deildinni í sumar.  Jagacic lék með Sel­fyss­ing­um í 1. deild­inni frá 2013 til 2015.

Jagacic er 27 ára miðjumaður og hef­ur í vet­ur spilað með Varazd­in í króa­tísku B-deild­inni. Hann lék 53 leiki með Sel­fossi í 1. deild og skoraði í þeim 7 mörk, segir í frétt á vef mbl.is.