Nýjast á Local Suðurnes

Skjálftinn var 5 að stærð – Vara við grjóthruni

Mynd: Visit Reykjanes

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst við Eldvörp um hálf tólf í dag og klukkan 17:38 varð skjálfti að stærð 5 sem fannst víða á Suðurnesjum.

Veðurstofa bendir á að grjóthrun og skriður geta átt sér stað í hlíðum þegar svona skjálftar eiga sér stað og fólk beðið um að sýna aðgát á þeim svæðum.