Kjartan Már “Hlakka til áframhaldandi samstarfs næstu fjögur árin”
Kjartan Már Kjartansson heldur bæjarstjórstjórastólnum í Reykjanesbæ, en sem kunnugt er hélt meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar meirihluta í kosningunum sem fram fóru í gær.
Kjartan Már svo gott sem staðfestir þetta í svohljóðandi færslu á Facebook í dag:
Þakka góðar afmæliskveðjur í gær og stuðningsyfirlýsingar í aðdraganda sveitarstjórnakosninga. Hlakka til áframhaldandi samstarfs næstu fjögur árin við frábært samstarfsfólk, íbúa og bæjarfulltrúa. Áfram Reykjanesbær! Segir Kjartan Már, sem fagnaði afmæli sínu og úrslitum kosninganna í gær.
Fyrir kosningar höfðu allir flokkarnir þrír staðfest við Suðurnes.net að héldu þeir meirihluta yrði Kjartan Már áfram í stól bæjarstjóra.