Nýjast á Local Suðurnes

Vorhreinsun 24.-28. apríl – Reykjanesbær fjarlægir það sem til fellur

Nú er hentugur tími til að klippa flestar tegundir trjáa

Hin árlega vorhreinsun Reykjanesbæjar hefst þann 24. apríl og stendur til 28. apríl og eru íbúar hvattir til að nýta þessa daga til hreinsunar á görðum sínum og snyrta einnig tré og runna sem vaxa við gangstéttar og göngustíga.

Ef íbúar óska eftir aðstoð við að fjarlægja það sem tilfellur á þessum dögum er hægt að hafa samband við Þjónustumiðstöð í síma 420-3200.