Nýjast á Local Suðurnes

Athuga hvort mygla leynist í Akurskóla

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og starfsfólk eignaumsýslu Reykjanesbæjar munu skoða hvort mögulegt sé að mygla sé komin upp í Akurskóla í Innri-Njarðvík.

Vefmiðillinn Nútíminn birti í dag ítarlega fréttaskýringu um málið en í umfjöllun miðilsins kemur fram að fundist hafi hvítar útfellingar við útvegg í innisundlaug grunnskólans. Í umfjölluninni kemur fram að útfellingar séu í öllum gluggum sundlaugarinnar sem er viðbygging við Akurskóla og er notuð á hverjum degi af grunnskólabörnum á öllum aldri. Þá kemur fram að fundist hafi bilun í loftræstikerfi skólans við reglubundið eftirlit og að það mál sé í skoðun.

Unnið er að viðgerðum vegna myglu- og rakaskemmda í nokkrum stofnunum sveitarfélagsins um þessar mundir, þar á meðal Myllubakkaskóla og Holtaskóla.