Nýjast á Local Suðurnes

Enn finna íbúar Grindavíkur fyrir jarðskjálftum

Jarðskjálfti af stærð 2,5 varð rétt norðan við Grindavík rétt fyrir klukkan 17 í dag. Skjálftans varð vart í Grindavík. Nokkur skjálftavirkni hefur verið þar síðustu vikur í tengslum við landris á svæðinu, segir í tilkynningu frá Veðurstofu.

Alls hafa tæplega eitt hundrað skjálftar mælst á landinu undanfarna tvo sólarhringa, langflestir á Reykjanesi. Óvissustig vegna landriss er enn í gildi hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.