Nýjast á Local Suðurnes

Lok, lok og læs hjá eina kvikmyndahúsi bæjarins

Sam­bíó­in hafa ákveðið að loka öll­um kvik­mynda­hús­um sín­um tíma­bundið vegna sam­komu­banns, en aðeins mega 20 koma sam­an eft­ir að regl­ur voru hert­ar á miðnætti í gær.

„Heilsa og ör­yggi bíógesta og starfs­manna er helsta for­gangs­atriði okk­ar, og við von­umst til að viðskipta­vin­ir geti nýtt sér þjón­ustu okk­ar aft­ur eins fljótt og auðið er. Pöss­um uppá hvort annað og mun­um að brosa, þvo hend­ur og spritta,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Sam­bíó­un­um.