Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar heppnir að ná jafntefli gegn Fjarðabyggð

Keflvíkingar mega teljast heppnir að hafa nælt sér í jafntefli gegn Fjarðabyggð í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í dag. Fjarðabyggð komst í 2-0 en Einar Orri Einarsson og Magnús Þórir Matthíasson náðu að minnka muninn og jafna á síðustu tíu mínútunum.

Einar Orri var besti maður Keflvíkinga í leiknum, hann var góður varnarlega og barðist allan leikinn. Einar skoraði svo virkilega mikilvægt mark sem hleypti Keflavík aftur inn í leikinn. Keflvíkingar eru með stig eftir þrjá leiki í deildinni.