Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar lágu gegn vel stemmdum KR-ingum

Chuck Garcia var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld

KR-ingar mættu vel stemmdir til leiks gegn Grindvíkingum í DHL-höllinni í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld, KR-ingar skoruðu 11 fyrstu stigin í leiknum og leiddu nær allan leikinn með um 20 stigum, Grindvíkingar náðu að minnka muninn í 10 stig í þriðja leikhluta, en komust ekki nær en það.

Leikurinn í kvöld var á svipaðri línu og leikir liðanna í vetur en KR-ingar hafa nú unnið alla leikina þrjá sem liðin hafa leikið í vetur með um 20 stiga mun og ljóst að Grindvíkingar verða að mæta mun einbeittari til leiks í næsta leik sem verður á heimavelli.

Chuck Garcia var stigahæstur Grindvíkinga með 21 stig, Ómar Örn Sævarsson skoraði 20 og Jón Axel gerði 10. Athygli vakti að Þorleifur Ólafsson komst ekki á blað á þeim 25 mínútum sem hann lék í kvöld, en hann hefur verið að skila 11 stigum að meðaltali í leik.