Skilar úlpunni og kaupir sér sandala og stuttbuxur – Garcia á heimleið

Athygli vakti í leik KR og Grindavíkur í kvöld að erlendur leikmaður Grindvíkinga, Charles Garcia, komst ekki á blað í fyrri hálfleik og skoraði einungis fjögur stig í leiknum. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur gaf í skyn eftir leikinn að Garcia hafi leikið sinn síðasta leik fyrir liðið, en hann sagði í samtali við mbl.is að leikmaðurinn væri á leið til Kaliforníu.
„Ég er bara búinn að gefast upp á honum. Ég er búinn að vera nokkuð þolinmóður það sem af er. Hann er bara búinn að kaupa sér sandala og stuttbuxum og er á leiðinni til Kaloforníu. Hann nennti ekkert að vera hérna, alveg frá byrjun.“